Mótmæli bandarískra stúdenta stigmagnast enn. Lögregla beitti piparúða gegn mótmælendum í gær og til átaka kom milli stúdenta sem styðja Palestínu og þeirra sem eru hliðhollir Ísrael.
Skoðað er hvort þurfi að reisa nýja varnargarða innan syðstu varnargarðanna við Grindavík. Mikil óvissa er um framvindu gossins við Sundhnúksgíga.
Baráttudagur verkalýðsins er haldinn hátíðlegur um allt land. Kröfugöngur, kaffi og skemmtiatriði einkenna hátíðarhöldin.
Samtökin '78 segja bæði almenna borgara og jafnvel fjölmiðlafólk gera lítið úr hæfni Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda vegna kynhneigðar hans.
Hátt í fimmtíu lundar fundust dauðir í fjöru á Dalvík. Yfirdýralæknir Matvælastofnunar segir óvíst hvað veldur, en grunsemdir vakni um fuglaflensu.
Líklega deyr einhver á endanum, segja filippseysk stjórnvöld um það að Kínverjar beiti vatnsbyssum gegn strandgæslu Filippseyja. Spennan á Suðurkínahafi fer vaxandi.
Varptímabilið er að ganga í garð og í Garðabæ búa íbúar og bæjaryfirvöld sig undir að verjast ágangi mávsins.