Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 29. apríl 2024

Landskjörstjórn úrskurðaði ellefu forsetaframboð gild á fundi sínum í morgun. Forsetaframbjóðendur hafa aldrei verið fleiri. Tveir frambjóðendur voru úrskurðaðir úr leik.

Ekki er samstaða í þingflokki Framsóknarmanna um veita laxeldisfyrirtækjum ótímabundið rekstrarleyfi í íslenskum fjörðum. Formaður atvinnuveganefndar segir endurskoða verði þetta ákvæði í frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi.

Fyrsti ráðherra Skotlands sagði af sér í morgun. Hann sagðist hafa vanmetið áhrifin af því slíta meirihlutasamstarfi við skoska græningjaflokkinn. Aðeins rétt rúmt ár er síðan hann tók við embætti.

Mennta- og barnamálaráðherra segir nýtt mælaborð farsældar barna nýti tölfræðigögn betur til meta stöðu þeirra. Mælaborðið var formlega kynnt í morgun

Forsætisráðherra Spánar segir ekki af sér, þrátt fyrir eiginkona hans til rannsóknar fyrir spillingu. Hann tilkynnti þetta í morgun eftir hafa legið undir feldi í fimm daga.

Enn mælist mengun í neysluvatni á afmörkuðu svæði á Seyðisfirði eftir blóðvatn komst inn á kerfið við löndun hjá Síldarvinnslunni í síðustu viku. Verksmiðjustjóri segir mannleg mistök hafi orðið og húseigendur fái tjón sitt bætt.

Faðir Ingbrigtsenbræðranna, norskra frjálsíþróttakappa, hefur verið ákærður fyrir beita barn sitt ofbeldi. Hann verður ekki í hópi þjálfara á Ólympíuleikunum í París.

Frumflutt

29. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,