Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 9. apríl 2024

ríkisstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar verður líklega kynnt eftir hádegi. Sigurður Ingi Jóhannsson verður fjármálaráðherra. Gert er ráð fyrir ríkisráð komi saman á Bessastöðum í kvöld.

Hópur eldri kvenna í Sviss hafði betur gegn svissneska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í morgun vegna aðgerðaleysis í loftslagsmálum. Úrskurður dómsins þykir sögulegur því hann er fyrsti um loftslagsmál.

Þrír kvenkyns barnalæknar á Landspítalanum flettu ofan af kynbundnum launamun á deildinni. Ein þeirra segir ástæðu til ætla þetta ekki einangrað dæmi.

Ísraelsher undirbýr innrás í Rafah á Gaza, á sama tíma og ísraelsk stjórnvöld taka þátt í viðræðum um vopnahlé. Ísraelsher hefur meðaltali drepið 75 börn á dag á Gaza frá sjöunda október.

Dregið hefur úr hraunflæði eldgossins við Sundhnúk og landris í Svartsengi hefur aukist á sama tíma. Vísindamenn telja það sem af er ári hafi innflæði kviku undir Svartsengi verið stöðugt.

Um þriðjungur skólastjóra grunnskóla og rúmur fjórðungur leik- og grunnskólakennara sjá ekki fyrir sér vera í sama starfi eftir ár. Formaður Kennarasambandsins telur þetta mikið áhyggjuefni.

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Þýskalandi í dag í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2025. Bæði lið byrjuðu undankeppnina á sigri.

Frumflutt

9. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,