Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 28. mars 2024

Gert er ráð fyrir sala á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka geti skilað allt 100 milljörðum í ríkiskassann. Þetta kemur fram í frumvarpi fjármálaráðherra um sölu á Íslandsbanka sem var dreift á Alþingi í gær.

Bæjarstjórinn í Grindavík segir huga verði betur gæslu í og við bæinn í ljósi þess óprúttnir náungar hafi látið greipar sópa um eigur Grindvíkinga.

Virkni eldgossins við Sundhnúksgíga hefur verið nokkuð stöðug síðan á mánudag. Náttúrvársérfræðingur segir útlit fyrir gosið haldi áfram í einhvern tíma.

Forsætisráðherra Ísraels er hættur við hætta við, senda fulltrúa til viðræðna í Bandaríkjunum, um yfirvofandi innrás í landamæraborgina Rafah. Hætt var við för sendinefndarinnar á mánudag þegar öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktaði um tafarlaust vopnahlé á Gaza.

Formaður Flokks fólksins segir aðför gerð fólki með skerta starfsgetu, sem starfar á Múlalundi, með því láta það kveðja vinnustaðinn og halda á almennan vinnumarkað. Stjórnvöld túlki samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks ekki rétt.

Lögreglan leitar enn tveggja manna sem stálu um þrjátíu milljónum króna í Kópavogi í byrjun vikunnar.

Það stefnir í fínar aðstæður á flestöllum skíðasvæðum landsins yfir páskana og búist er við góðri aðsókn.

Frumflutt

28. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,