Formaður Samfylkingarinnar segir Alþingi og stjórnvöld hafi brugðist bæði neytendum og bændum með því samþykkja gallað frumvarp sem veitir kjötafurðastöðvum undanþágu frá samkeppnislögum.
Forseti ASÍ segir breytingarnar á frumvarpinu hafa komið þeim í opna skjöldu. Þær vinni gegn nýgerðum kjarasamningum.
Bandaríkin leggja innan skamms fram ályktun í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gaza. Bandaríkin hafa hingað til notað neitunarvald sitt í ráðinu gegn öllum slíkum ályktunum.
Það er mikil ófærð á Vestfjörðum og færð á Norður- og Norðausturlandi hefur versnað mikið í morgun. Víða á norðanverðu landinu er óvissustig vegna snjóflóðahættu. Ísfirðingar hafa ekki séð jafn mikinn snjó í mörg ár.
Rússar gerðu sprengju- og drónaárásir á raforkuinnviði í Úkraínu í nótt. Evrópusambandið ræðir nú hugmyndir um að setja allt að 50 prósenta toll á korn sem flutt er frá Rússlandi.
Aukin áhersla á efnahagslega sjálfbærni innan Evrópusambandsins kallar á ríkari hagsmunagæslu Íslands, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún ávarpaði leiðtogafund ESB í morgun í tilefni af þrjátíu ára afmæli EES-samningsins.
Íslandspóstur lokar mönnuðum póstafgreiðslum á tíu stöðum í sumar. Í staðinn getur fólk notað póstbox og fengið heimsendingar með póstbíl.
Íslands bíður úrslitaleikur við Úkraínu um sæti á Evrópumóti karla í fótbolta í sumar, eftir 4-1 sigur á Ísrael í gær.