Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 19.mars 2024

Selja á hlut ríkisins í Íslandsbanka áður en Landsbankinn verður seldur, segir fjármálaráðherra. Bankasýsla ríkisins var ekki upplýst um ákvörðun Landsbankans kaupa TM-tryggingar.

Grindvíkingar og þeir sem vinna í bænum hafa fengið leyfi til dvelja þar og starfa. Ekkert dregur úr virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni.

Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson verður með íslenska landsliðinu í leiknum gegn Ísrael á fimmtudag, þrátt fyrir konan sem kærði hann fyrir kynferðisbrot hafi kært niðurfellingu héraðssaksóknara.

Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir jaðra við stríðsglæp Ísraelar hindri neyðaraðstoð berist til Gaza. Jákvæð tíðindi hafa borist af viðræðum um vopnahlé.

Aukin spenna er milli Filippseyja og Kína um yfirráð yfir hafsvæðum í Suður-Kínahafi og hefur komið til átaka af þeim sökum. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna styður Filippseyjar en Kínverjar gagnrýna afskipti Bandaríkjamanna.

Fleiri leita til umboðsmanns skuldara en áður, fólki í sambúð sem lendir í greiðsluvanda hefur fjölgað og flestir þeirra sem leita til embættisins eru í vinnu.

Innviðaráðherra vill styrkja hlutverk höfuðborgarinnar og festa Akureyri í sessi sem svæðisborg.

Frumflutt

19. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,