Ríkisstjórnin náði í morgun samkomulagi um heildarstefnu í málefnum útlendinga. Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir samkomulagið marka tímamót. Hraða á afgreiðslu á umsóknum frá Venesúela um alþjóðlega vernd.
Um hundrað manns fóru til Grindavíkur í morgun - þar á meðal vertinn á Sjómannastofunni Vör. Hann stefnir á að opna aftur í vikunni.
Óþreyju er farið að gæta meðal iðnaðarmanna vegna hægagangs í kjaraviðræðum. Formaður Rafiðnaðarsambandsins segir ekki langt í land. Stærstu verkalýðsfélögin eiga fund með Samtökum atvinnulífsins í fyrramálið.
Tveggja daga réttarhöld hófust í Lundúnum í morgun vegna beiðni lögmanna uppljóstrarans Julians Assange um að fá að áfrýja framsali hans til Bandaríkjanna.
Flugfélagið Play hefur fengið vilyrði frá hluthöfum um aukið hlutafé upp á rúma 2,5 milljarða króna. Forstjóri félagsins segir að hlutafjáraukningin styrki reksturinn til lengi tíma.
Hagnaður í landbúnaði jókst um nær fjórðung milli áranna 2021 og 2022. Formaður Bændasamtakanna segir að þar muni mestu um aukinn ríkisstuðning.
Rússnesk stjórnvöld hafna því að Vladimír Pútín forseti Rússlands eigi þátt í dauða stjórnarandstæðingsins Alekseis Navalní. Fjölskylda hans fær lík hans ekki afhent fyrr en eftir tvær vikur.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin varar við hraðri útbreiðslu mislinga á heimsvísu. Einn hefur greinst hér á landi í mánuðinum og þrír í Danmörku.