Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 15. janúar 2024

Talsvert hefur dregið úr eldgosinu ofan Grindavíkur. Minna hraun kemur upp en í gær, en merki eru um áframhaldandi landris við Svartsengi. Varnargarðar hafa gert sitt gagn við beina hraunflæðinu í réttar áttir.

Ríkisstjórnin ætlar framlengja tímabundnar stuðningsaðgerðir fyrir Grindvíkinga og vinna húsnæðismálum. Allt kapp verður lagt á vinna hratt úr tjónauppgjöri á komandi dögum.

Grindavík er enn án vatns og rafmagns. Dómsmálaráðherra segir erfitt koma verðmætabjörgun við í bænum vegna hættuástands.

Sálfræðingur sem býr í Grindavík segir bæjarbúa í áfalli. ríði á fólk standi saman. Rúmlega fjórar milljónir hafa safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins á hálfum sólarhring.

Framkvæmdastjóri mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum hvetur ríki heims til gleyma ekki Úkraínu, þrátt fyrir hörmungar annars staðar í heiminum hafi aukist.

Karlalandsliðsins í handbolta bíður úrslitaleikur við Ungverjaland um sigur í riðli liðanna á Evrópumótinu í Þýskalandi. Tap á morgun getur þýtt íslenska liðið falli úr keppni.

Frumflutt

15. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,