Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 21. desember 2023

Engin gosvirkni er sjáanleg í eldstöðvunum við Sundhnúksgíga. Goslokum hefur þó ekki verið lýst yfir, en vísindamenn funda um stöðuna. Miklar viðgerðir hafa staðið yfir í Grindavík og sífellt fleiri grunninnviðir komast í lag. Grindavíkurvegur verður opnaður í hádeginu.

Verðbólga í desember mælist sjö komma sjö 7,7 prósent og minnkaði um núll komma þrjú prósentustig á milli mánaða. Hagfræðingur hjá ASÍ telur það eigi eftir draga enn frekar úr verðbólgu á næstu mánuðum.

Hamas-samtökin hafna tímabundnu vopnahléi á Gasa, en vopnahlésviðræður eru á afar viðkvæmu stigi. Vonast er til öryggisráð Sameinuðu þjóðanna greiði atkvæði um ályktun um vopnahlé síðar í dag.

Þingmaður Pírata telur utanríkisráðherra hafi mögulega gerst brotlegur við siðareglur ráðherra með tilnefningu fyrrverandi aðstoðarmanns síns í starf sendiherra í Bandaríkjunum.

Reykjavíkurborg lagði íslenska ríkið í héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innviðaráðherra segir niðurstöðuna vonbrigði.

Lögreglurannsókn vegna slysasleppingar eldislax í Patreksfirði í ágúst hefur verið hætt. MAST gerir alvarlegar athugasemdir við innra eftirlit og ljósabúnað í skýrslu sem birt verður í byrjun janúar.

ofurdeild í evrópskum fótbolta er í burðarliðnum eftir Evrópudómstóllinn dæmdi bann UEFA við slíkum deildum ólögmætt í morgun. Fótboltinn er frjáls segja forsvarsmenn ofurdeildarinnar.

Frumflutt

21. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,