Dregið hefur úr einkaneyslu fólks vegna vaxtahækkana og viðbúið er að það haldi áfram, að mati Seðlabankastjóra. Fjármálakerfið sé að ná jafnvægi á ný eftir róstursamt tímabil.
Mikilvægt er að taka niðurstöðum PISA rannsóknarinnar alvarlega að sögn lektors við Háskóla Íslands. Lesskilningur íslenskra barna hríðversnar með hverri könnun sem kemur út á fjögurra ára fresti.
Enginn er lengur öruggur á Gaza, að mati mannúðarstjóra Sameinuðu þjóðanna. Ísraelsher herðir enn sóknina í suðurhlutanum og voru bardagarnir í gær þeir hörðust hingað til.
Ríflega þriðjungur fatlaðra á Íslandi býr við efnislegan skort eða verulegan efnislegan skort. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um stöðu fatlaðra. Meira en helmingur metur fjárhagsstöðu sína verri en fyrir ári síðan.
Forseti Úkraínu hætti skyndilega við að ávarpa bandaríska þingmenn í gærkvöld. Núverandi stuðningur Bandaríkjamanna við Úkraínu rennur út um áramót og Úkraínumenn segja að án hans tapist stríðið við Rússa.
1600 milljóna króna stuðningur verður greiddur til bænda fyrir árslok samkvæmt tillögu starfshóps þriggja ráðuneytisstjóra. Áhersla er á að stuðla að nýliðun og kynslóðaskiptum í greininni.
Forsætisráðherra Bretlands á faraldursárunum viðurkennir að ríkisstjórn hans hafi gert mistök. Til dæmis hafi upplýsingagjöf til almennings stundum verið ábótavant.