Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 08. nóvember 2023

G7-ríkin hvetja til mannúðarhlés á Gaza í sameiginlegri yfirlýsingu sem þau sendu frá sér í morgun. Ísraelar segjast vera komnir inn í hjarta Gaza-borgar.

Skjálftavirkni við Þorbjörn síðasta sólarhring er svipuð og sólarhringinn á undan. Landris heldur áfram á svipuðum hraða.

Hlutabréf í Marel falla enn. Forstjórinn sagði upp í gær eftir Arion banki leysti til sín hlutabréf í fjárfestingafélagi hans.

Rafmagnstruflanir í ísingaveðri á Austurlandi skemmdu stjórnbúnað í fiskimjölsverksmiðjunni á Vopnafirði og hún var stopp í næstum hálfan sólarhring. Nýtt tengivirki sem Landsnet áformar í Skriðdal hefði fyrirbyggt rafmagnsleysið.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandins mælir með því hefja aðildarviðræður við Úkraínu og Moldóvu og Georgía fái stöðu umsóknarríkis. Ákvörðun um þetta verður líkindum tekin á leiðtogafundi ESB um miðjan næsta mánuð.

Flókinn kapall stjórnarmyndunar á Spáni gæti gengið upp bráðlega. Þó aðeins með stuðningi frá katalónskum sjálfstæðissinna í útlegð í Belgíu. Sakaruppgjöf hans var harðlega mótmælt í Madríd í gærkvöld.

Nokkur snjóflóð hafa fjallið í Eyjafirði. Fólk er beðið sýna varkárni á fjöllum.

Frumflutt

8. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,