Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 09. október 2023

Umsátursástand ríkir á Gaza-ströndinni og Ísraelsmenn hafa lokað fyrir vatn og rafmagn til íbúa. Ísraelsher skaut mörg hundruð flugskeytum á Gaza í nótt. Rúmlega tólf hundruð hafa fallið í árásum síðan á laugardag og þúsundir særst.

Stór hópur Íslendinga sem var á ferðalagi í Ísrael er kominn til Jórdaníu, þaðan verður flogið til Íslands í kvöld. Fararstjóri segir fólki mjög létt.

Yfir tvö þúsund fórust í jarðskjálftanum sem reið yfir vesturhluta Afganistan á laugardag. Margra er enn saknað. Björgunarsveitir og aðrir sjálfboðaliðar leita áfram fólki í húsarústum.

Aðalmeðferð í máli manns sem ákærður er fyrir hafa stungið meðleigjanda sinn til bana í Drangahrauni í Hafnarfirði í júní, hófst í morgun. Maðurinn ber fyrir sig sjálfsvörn og segir hinn látna hafa reynt kúga af sér fé.

Gular viðvaranir eru í gildi um suðvesturland vegna úrhellisrigninga og í nótt verða þær appelsínugular á Norðurlandi og gular annars staðar á landinu. Veðurstofan varar við aukinni skriðuhættu á Suður-, Vestur- og Norðurlandi.

Matvælastofnun eignast brátt eigin báta og getur mætt óvænt í eftirlit í fiskeldisstöðvar. Starfsmönnum MAST sem sinna fiskeldi verður líka fjölgað.

Flokkarnir sem skipa þýsku ríkisstjórnina biðu afhroð í kosningum tveimur sambandslöndum í gær. Þýski þjóðernisflokkurinn, AfD, náði bestu niðurstöðu sinni til þessa í kosningum í vesturhluta Þýskalands.

Hátt í sextíu prósent foreldra sem deila forsjá, upplifa mismunun vegna þess þau deila ekki lögheimili með barni sínu. Formaður Foreldrajafnréttis segir meðlagsgreiðslukerfið úrelt og það þurfi endurskoða.

Frumflutt

9. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,