Formaður VR boðar uppgjör við stjórnvöld og fyrirtæki í komandi kjaraviðræðum. Kjör heimilanna hafa rýrnað um 6,1 prósent undanfarið ár samkvæmt nýjustu mælingu Hagstofunnar.
Uppnám varð í veislusalnum Gullhömrum í morgun við aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu þegar sakborningurinn, sem sætir þyngstu ákærunni, breytti játningu sinni. Dómari sagði þetta óvirðingu við réttinn, saksóknari fer fram á átta ára fangelsisvist yfir manninum.
Formaður Landssambands veiðifélaga segir gærdaginn þann svartasta í sögu stangveiði á Íslandi, en þá veiddu norskir kafarar 26 eldislaxa í Hrútafjarðará.
Flokkur, sem leggst gegn hernaðaraðstoð til Úkraínu, sigraði í kosningum í Slóvakíu um helgina, Utanríkisráðherra Úkraínu segir ekki hægt að meta áhrif þess fyrr fyrr en búið er að mynda ríkisstjórn.
Þýskur ferðamaður sem olli töluverðu raski á friðlandi í Þjórsárverum ók ekki utan vegar að sögn sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. Tímabært sé að skoða merkingar og þyngdartakmarkanir á svæðinu.
Reglulegt flug verður á milli Reykjavíkur og Húsavíkur næstu tvo mánuði, en til stóð að fella flugið niður vegna fjárskorts.
Vísindamenn frá Ungverjalandi og Bandaríkjunum fá Nóbelsverðlunin í ár í læknisfræði fyrir þróun á mRNA-tækni sem nýtt var við þróun á bóluefnum gegn covid.