Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 29. september 2023

Sænska lögreglan hefur óskað eftir aðstoð hersins til taka á við ofbeldisöldu í landinu. Forsætisráðherra Svíþjóðar segir gengjaofbeldið engu líkt og álíka hafi ekki sést í neinu öðru Evrópuríki.

Læknar sem gáfu skýrslu í Héraðsdómi í morgun sögðu tvo þeirra sem ráðist var á í Bankastræti Club hafa verið með lífshættulega áverka.

Minnst tíu stjórnmálaflokkar í Slóvakíu hafa möguleika á koma fulltrúum sínum á þing, í kosningum á morgun. Bandalag frjálslyndra er með naumt forskot á flokk fyrrverandi forsætisráðherra landsins, sem talað hefur um hætta stuðningi við Úkraínu.

Yfirvöld í Hollandi höfðu varað stjórnendur háskólasjúkrahúss í Rotterdam við nemanda sem myrti þrjá í skotárásum í gær. Maðurinn hafði verið sendur í geðrannsókn.

Ekki tókst bjarga háhyrningnum sem strandaði í Gilsfirði syðst á Vestfjörðum. Hann var aflífaður í gær eftir reynt hafði verið tæpa viku koma honum á flot og út úr firðinum

Íslendingar sóa um 160 kílóum af mat á mann á hverju ári. Þeir henda álíka miklu af mat heima hjá sér og aðrir Evrópubúar en heildarmatarsóun er minni.

Frumflutt

29. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,