Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 14. september 2023

Maður lést í umferðarslysi bíls og gaffallyftara í miðborg Reykjavíkur í gær. Menntaskólanemar sem urðu vitni slysinu fengu áfallahjálp.

Óttast er hátt í tuttugu þúsund hafi farist í hamfaraflóðum í Derna í Líbíu. Yfirmaður Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar segir hægt hefði verið bjarga þúsundum mannslífa með betri viðvörunum og rýmingu.

Fjármálaráðherra segir Seðlabankinn og vinnumarkaðurinn hafi vanmetið verðbólguna í fyrra. Hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpinu á þingi í morgun.

Hópur fanga á Litla-Hrauni hefur lagt niður störf til mótmæla kjörum í fangelsinu. Formaður félags fanga segir laun fanga og dagpeningar hafi ekki hækkað í hartnær tvo áratugi.

Formaður veiðifélags Miðfjarðarár segir skelfilegt ástand í veiðiám af völdum strokulaxa. Víða erfitt koma vörnum við. Í gær hafi tólf meintir eldislaxar komist upp í Miðfjarðará.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti í gær framkvæmdir við stækkun bílastæðis í Landmannalaugum. Framkvæmdin er hins vegar háð samþykki forsætisráðherra. Umhverfisverndarsamtök hafa kært framkvæmdaleyfið.

Þeim fjölgar sem þykir flókið fylgjast með fréttum. Samfélagsmiðlar leika sífellt stærra hlutverk í því hvernig fólk nálgast fréttir.

Frumflutt

14. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,