Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 13. september 2023

Forseti Alþýðusambands Íslands segir stjórnvöld geri ekki nóg til undirbúa komandi kjarasamninga í fjárlagafrumvarpinu, það auki álögur á fjölskyldur í landinu.

Rúmlega 5.300 borgarbúar í Derna í Líbíu hafa fundist látnir eftir hamfaraflóð í fyrrinótt. Talið er þrjátíu þúsund hafi misst heimili sín í flóðinu.

Seyðfirðingar telja Síldarvinnslan hafi svikið loforð sem hún hafi gefið þegar hún keypti útgerð og vinnslu í bænum fyrir níu árum.

Sigríður Dóra Magnúsdóttir er nýr forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir mannekla stærsta áskorun heilsugæslunnar.

Forseti Rússlands og leiðtogi Norður-Kóreu boðuðu nánari tengsl milli landanna, meðal annars í varnar- og öryggismálum, eftir fund þeirra í Rússlandi í morgun. Ekkert var minnst á vopnasölu til Rússlands.

Stjórnendur tuttugu og fimm fyrirtækja á Akureyri mótmæla fyrirhugaðri sameiningu Menntaskólans og Verkmenntaskólans. Þeir segja gengið til verks án þess kostir og gallar hafi verið greindir.

Rúmlega 200 farþegar eru í skemmtiferðaskipi sem strandaði í afskekktum firði á Austur-Grænlandi á mánudag. Varðskip Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu.

Tíu voru í einangrun á Landspítala með covid í síðustu viku. Örvunarbólusetning gegn covid hefst í október og inflúensubólusetning upp úr miðjum október.

Frumflutt

13. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,