Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 28. júlí 2024

Hlaupinu úr Mýrdalsjökli er lokið. Enn er þó víða uppsafnað vatn, og mikill elgur í ánni Skálm.

Hringvegurinn er enn rofinn við Skálmarbrúna og lokaður milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Viðgerðir hófust í morgunsárið og stefnt því opna fyrir umferð fyrir kvöldið.

Hlaupið í gær er fjórða stóra hlaupið úr Kötlu frá árinu 1918. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Hámarksrennslið var þó nokkru minna en í jökulhlaupunum 2011 og 1999. Hlaupið sýni ekki megi slaka á gagnvart Kötlu og Mýrdalsjökli.

Hótelstjóri á Hótel Klaustri á Kirkjubæjarklaustri segir margir af gestum hótelsins hafi orðið fyrir áhrifum vegna hlaupsins. Margir séu enn fastir eða hafi þurft gera ráðstafanir til komast í flug.

Vonir eru enn uppi um Skaginn 3X verði endurreistur á bænum segir bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Engir samningar hafa tekist um þrotabúið eftir gjaldþrot varð í byrjun mánaðar.

Forsetakosningar verða í Venesúela í dag. Forsetinn undanfarin ellefu ár, Nicolas Maduro, sækist eftir endurkjöri næstu sex árin. Í stjórnartíð hans hafa tæplega átta milljónir flúið land.

Ásgrímssafn í Reykjavík hefur verið lokað almenningi frá því snemma á þessu ári. Safnstjóri segir vegna takmarkaðs fjármagns þurfi forgangsraða. Opnunartímar hafa verið rýmkaðir í öðrum húsum safnsins.

Snæfríður Sól Jórunnardóttir komst áfram upp úr undanrásum í 200 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í París

Frumflutt

28. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,