Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 3. febrúar 2024

Grindvíkingar fara inn í bæinn á morgun og á mánudag vitja eigna sinna. 47 starfsmönnum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Stakkavík í Grindavík var sagt upp í janúar.

Þjóðarleiðtogar óttast loftárásir Bandaríkjahers á skotmörk í Sýrlandi og Írak ýti undir óstöðugleika í Mið-Austurlöndum.

Grípa þarf til aðgerða strax varðandi aðbúnað fanga á Íslandi, segir formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Ekki nóg bíða eftir nýju fangelsi á Litla Hrauni sem taki mörg ár byggja.

Björgunarsveitir á vestur- og suðvesturlandi áttu í nógu snúast í gærkvöldi og nótt vegna veðurs. Björgunaraðgerðir gengu þó vel og engin slys urðu á fólki.

Forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna segir fylgi flokksins vonbrigði. Stuðningur við Samfylkinguna mælist litlu minni en samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.

Til stendur færa rekstur allra bókasafna í Fjarðabyggð á forráð skólastjórnenda í sveitarfélaginu. Um þetta ríkir ekki sátt og hafa sveitarfélaginu borist nokkur erindi þar sem ákvörðuninni er mótmælt.

Janúar var kaldur og umhleypingasamt veður var í lok mánaðar. Samgöngutruflanir urðu vegna hríðaveðurs og rafmagnstruflanir vegna eldinga.

Frumflutt

3. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,