Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 28. október 2023

Ísland sat hjá við atkvæðagreiðslu Sameinuðu þjóðanna um mannúðarvopnahlé Ísraela og Hamas í gær, vegna ósættis við orðalag ályktunarinnar. Þingflokkur Vinstri grænna segir Ísland hefði átt greiða atkvæði með tillögunni.

Hundruð bygginga hrundu til grunna í loftárásum Ísraelshers á Gaza í nótt, þeim mestu í þrjár vikur. Ísraelsher boðar hertar loftárásir og aukinn landhernað.

Maðurinn sem er grunaður um hafa orðið átján bana í skotárás í Maine í Bandaríkjunum á miðvikudag fannst látinn í gær eftir tveggja daga leit.

Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála um fella framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi breytir engu um áætlanir virkjunarinnar segir umhverfisráðherra. Það ákvörðun Alþingis fara í þennan virkjunarkost.

Brunavarnir í Árnessýslu voru störfum í átta tíma í nótt þegar sumarbústaður við Öndverðarnes brann. Engin slys urðu á fólki en bústaðurinn gjöreyðilagðist.

Karlalið KR í fótbolta kynnir síðdegis nýjan þjálfara og íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er í 3. sæti í sínum riðli Þjóðadeildarinnar eftir tapið gegn Danmörku á Laugaralsvelli í gærkvöld.

Frumflutt

28. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,