Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 4. júní 2023

Landsvirkjun neitar því hafa valið einkahlutafélagið Vonarskarð til miðla viðskiptum með raforku fyrirtækisins á heildsölumarkaði í apríl. Landsvirkjun hafi vísu falið Vonarskarði miðla viðskiptunum í október, en það hafi verið þróunarverkefni, sem tengist því ekki Vonarskarð er í lykilaðstöðu miðla heildsöluviðskiptum á raforkumarkaði.

Lífeyrisgreiðslur sjóðsfélaga í lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins lækka um tíu prósent um næstu mánaðamót. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir ljóst auknar lífslíkur þýði deila þurfi fjármunum úr sjóðnum á fleiri ár.

Ein af lestunum sem rákust á í mannskæðu slysi á Indlandi á föstudag var send á rangt spor. Það olli því hún skall á kyrrstæðri vöruflutningalest á 130 kílómetra hraða.

Fundur hefst í karphúsinu klukkan eitt í kjaradeilu BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga, í skugga meiri þunga í verkfallsaðgerðum félagsmanna BSRB á morgun.

Hvalur hf fékk á fimmtudag framlengdan frest frá heilbrigðiseftirlitinu um heilt ár til lagfæra olíuvarnir. Fyrirtækið fékk sama frest í fyrra, en hefur ekki hafið úrbætur.

Fimm bílar eyðilögðust í eldsvoða í Kópavogi í nótt. Rúður sprungu í nærliggjandi íbúðum og einn var fluttur á slysadeild.

Sjómannadeginum er fagnað um allt land í dag. Akureyringar blésu nýju lífi í hátíðahöldin í ár og leggja alla helgina undir, eins og fjöldi bæjarfélaga.

Frumflutt

4. júní 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,