Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 6. ágúst 2024

Vel á annað hundrað björgunarsveitarmenn leita enn tveggja ferðamanna í Kerlingarfjöllum. Ekki hefur náðst samband við mennina og ekkert af búnaði þeirra fundist.

Fangelsismálastjóri segir alltaf brugðist hratt við ofbeldismálum á Litla-Hrauni. Þrír fangaverðir slösuðust í fangelsinu á föstudag, í átökum við fanga.

Óeirðir héldu áfram í Bretlandi í gærkvöld sjöunda daginn í röð. Innanríkisráðherra Bretlands segir búið útbúa 500 fangelsisrými fyrir óeirðarseggi. Maður á sextugsaldri slasaðist alvarlega í óeirðum í Belfast.

Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa ekki tekið við sér á sama hátt og japanski eftir dýfu gærdagsins. Hagfræðingur segir skýringuna vera meiri svartsýni gagnvart efnahagslífi í Evrópu og Bandaríkjunum.

Kamala Harris verðandi forsetaframbjóðandi Demókrata tilkynnir í dag hver verður varaforsetaefni hennar í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Valið stendur á milli tveggja núverandi ríkisstjóra.

Skjálftavirkni á Reykjanesskaga heldur áfram aukast. Aukin skjálftavirkni bendir til þess þrýstingur aukast í kerfinu. Magn kviku undir Svartsengi er orðið svipað og fyrir gosið sem hófst í lok maí.

Hinsegin dagar hefjast í dag. Regnbogalitirnir voru í hádeginu málaðir á götuna framan við Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna 78 og Tjarnarinnar við Barónstíg í Reykjavík.

Frumflutt

6. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,