ok

Morgunvaktin

Heimsgluggi, Grjótmulningsstöðin, Flatey og styttan af Bertel

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann og ræddi um gjaldþrot Northvolt, stöðuna í Úkraínu og kosningarnar á Grænlandi.

Grjótmulningsstöðin á Ártúnshöfða á að víkja fyrir Borgarlínu. Arnhildur Pálmadóttir arkitekt vakti athygli á þessu í vikunni og segir tímabært að læra að meta það sem við eigum. Gæði felist í því að geta lesið iðnaðarsöguna í byggingum eins og þessum húsum.

Á laugardag hefst ný þáttaröð á Rás 1, Tilraun sem stóð í 1000 ár heitir hún. Guðrún Hálfdánardóttir fjallar þar um sögu byggðarinnar í Flatey á Skjálfanda og öðrum afskekktum byggðum.

Í síðasta hluta þáttarins var Eiríkur Guðmundsson, sagnfræðingur og fyrrverandi þjóðskjalavörður, gestur okkar. Hann hefur rannsakað tildrög og afleiðingar þess að Danir ákváðu að gefa Íslendingum styttuna af Bertel Thorvaldsen árið 1874.

Tónlist:

Ingi Bjarni Trio - Visan.

Marína Ósk - Haflína.

Frumflutt

13. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,