Morgunvaktin

Grænland og lyftingar

Grænland og yfirlýsingar Donalds Trump um Grænland var mál málanna í þættinum. Bogi Ágústsson fór ítarlega yfir atburðarás síðustu daga í Heimsglugganum og fjallaði líka um samband Grænlendinga og Dana og sjálfstæðisumræðu á Grænlandi.

Við fjölluðum um þjóðréttarlega stöðu Grænlands og spyrjum hvort Grænlendingar geti ákveðið með tiltölulega einföldum hætti halla sér til vesturs eða jafnvel tilheyra Bandaríkjunum. Viðmælandi var Rachael Lorna Johnstone, prófessor við Háskólann á Akureyri.

Í síðasta hluta þáttarins skiptum við um kúrs og töluðum um lyftingar. Tilefnið er góð frammistaða tveggja lyftingakvenna á alþjóðavettvangi á síðasta ári - þeirra Eyglóar Fanndal og Sóleyjar Margrétar - sem fyrir vikið höfnuðu í öðru og þriðja sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins. Til okkar kom María Rún Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Lyftingasambands Íslands; hún sagði okkur t.d. frá muninum á lyftingum og kraftlyftingum - það eru víst gjörólíkar íþróttir.

Tónlist:

Leonard Cohen - First we take Manahattan.

Leonard Cohen - Ain't no cure for love.

Frumflutt

9. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,