Árni Snævarr fjallaði áfram um Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna í tilefni af 75 ára afmælis hennar. Í örþætti dagsins var sjónum beint að því hvað felist í því að mannréttindi séu algild og hvernig yfirlýsingin liti út, ef hún væri samþykkt í dag .Rætt var við Valgerði Pálmadóttir hugmyndasagnfræðingur, Guðmund Alfreðsson fyrrverandi prófessor, Rósu Magnúsdóttur prófessor og Kára Hólmar Ragnarsson lektor.
Aðstæður í efnahagsmálum eru um margt óhagstæðar almenningi: Hér er talsverð verðbólga og háir vextir. Við höfum samt séð það svartara, t.d. á níunda áratugnum þegar óðaverðbólga geisaði. Þá var gerður lífskjarasamningur sem tók til fleiri þátta en launahækkana; markmiðið var að bæta lífskjör fólks. Þessi samningur varð svo grunnurinn að þjóðarsáttinni nokkrum árum seinna. Þröstur Ólafsson, þá framkvæmdastjóri Dagsbrúnar, mótaði lífskjarasamninginn á sínum tíma, hann var hjá okkur.
Borgþór Arngrímsson fór yfir dönsk málefni, minkamálið svokallaða heldur áfram og nýr ráðherra Venstre þurfti að fara í veikindaleyfi aðeins viku eftir að hafa tekið við lyklum að skrifstofunni. Þá ræddum við um nýtt tjald og svið á Hróarskelduhátíðinni og um dönsku jólahlaðborðin.
Fjallvegunum í þjóðvegakerfinu fækkaði um einn í síðustu viku þegar umferð var hleypt um nýja veginn fyrir Hallsteinsnes á Vestfjörðum; um hinn margumtalaða Teigsskóg. Nú þarf ekki lengur að aka yfir Hjallaháls. Við ræddum þessa samgöngubót við Þórdísi Sif Sigurðardóttur, sveitarstjóra Vesturbyggðar, og röbbuðum líka um eitt og annað fleira er varðar sunnanverða Vestfirði.
Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Tónlist:
Donovan - Catch the wind.
Sigrún Harðardóttir, Orion - Enginn veit.
Helmig, Thomas - Det er mig der står herude og banker på.
Cumanana, Vásquez, Abelardo - Prendeme la vela = Light my candle.