Morgunvaktin

Fjarskipti, Danmörk og þátttökulýðræði

Góð fjarskipti eru mikilvæg, það þekkjum við flest úr daglega lífinu. Mjög margt í kringum okkur er undir sambandi og tengingum komið. Fjarskiptakerfið í landinu er almennt gott en stundum verður rof; sendar bila og strengir slitna. Og sums staðar er reyndar ekkert samband. Jafnvel þar sem fólk býr og þar sem fjölfarnir vegi liggja. Við drógum upp mynd af fjarskiptanetinu í þættinum í dag, spurðum um bresti og fyrirhugaðar framkvæmdir, til svara var Þorleifur Jónasson, sviðsstjóri hjá Fjarskiptastofu.

Borgþór Arngrímsson sagði frá því sem er efst á baugi í Danmörku. Við sögu komu áhyggjur Dana af yfirlýsingum Bandaríkjaforseta, sjóbjörgunarskip, kirkjugarðar og svo auðvitað handbolti.

Eftir nýja ríkisstjórnin setti Evrópumálin á dagskrá er umræðan farin af stað og hún á án efa eftir þyngjast næstu mánuði og misseri. Hætt er við hagsmunaaðilar yfirtaki umræðuna og upplýsingamiðlunina; af því hefur í það minnsta Valgerður Björk Pálsdóttir doktorsnemi í stjórnmálafræði áhyggjur, sem hún viðraði í grein á Vísi fyrr í vikunni. Hún leggur til aðferðum rökræðu- og þátttökulýðræðis verði beitt áður en þjóðin greiðir atkvæði um framhaldið. Hún sagði okkur frá þessum aðferðum.

Tónlist:

Snorri Helgason - Gerum okkar besta.

Stig Skovlind - Jeg skal hilse fra Havana.

Mannakorn - Reyndu aftur.

Frumflutt

22. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,