Vísbendingar eru um að ójöfnuður í tengslum við krabbamein færist í aukana hér á landi. Til dæmis býr fólk sem hefur hærra menntunarstig og tekjur almennt við betri heilsu en þau sem hafa minni menntun og tekjur. Krabbameinsfélagið hefur ýmsar hugmyndir um það sem betur mætti fara og Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, kom til okkar.
Björn Malmquist í Brussel ræddi líka við okkur á Morgunvaktinni um leiðtogafund Evrópusambandsins í síðustu viku og bændamótmæli víða í Evrópu, og við veltum fyrir okkur hvort ný ríkisstjórn í Hollandi kunni að líta dagsins ljós innan tíðar.
Svo töluðum við um samfélagsmiðla. Þeir eru um margt ágætir en þeir geta líka verið skaðlegir. Það veit Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook og fleiri miðla, líklega manna best og hann baðst á dögunum afsökunar á þeim skaða sem fólk hefur orðið fyrir af þeirra völdum frammi fyrir bandarískri þingnefnd. Björn Hjálmarsson læknir þekkir líka hættuna af samfélagsmiðlunum og hefur lengi varað við þeim.
Tónlist:
Laufey - While You Were Sleeping.
Laufey - Lovesick.
Laufey - Bewitched.
Laufey - Promise.
Sarstedt, Peter - Where do you go to my lovely.
Frumflutt
5. feb. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunvaktin
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.