Morgunvaktin

Forsetakosningar og áhrif á stjórnmálin, ferðamál og hugleiðsla

Forsetaembættið virðist eftirsótt sem aldrei fyrr. Útlit er fyrir fleiri verði í framboði en nokkru sinni áður þótt ólíklegt allt það fólk sem safnar meðmælum rati á kjörseðilinn þegar þar kemur. Stóra spurningin er auðvitað hvort forsætisráðherra gefi kost á sér en geri hún það þarf mynda nýja ríkisstjórn. Við röbbuðum um þessi mál; forsetakosningarnar og stöðuna í stjórnmálunum, upp úr hálf átta - gestir okkar voru Magnús Skjöld, varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Hjörtur J. Guðmundsson stjórnmálafræðingur.

Við huguðum líka ferðamálum. Hvernig koma íslensku flugfélögin undan vetri? Við ræddum líka um komu Taylor Swift til Stokkhólms, en tónleikar hennar þar í borg verða mælanlegir í sænska ríkisreikningnum. Kristján Sigurjónsson ferðablaðamaður og ritstjóri FF7 sagði frá þessu.

Í síðasta hluta þáttarins huguðum við sjálfum okkur; sálinni og huganum. Við kynntum okkur hugleiðslu.

Þegar allt er á fleygiferð í kringum okkur og við farin snúast með er gott leita inn á við og öðlast ró. En hvernig gerum við það? Halla Margrét Jóhannesdóttir leiðir reglulega hugleiðslu í Ásmundarsafni, og hún kom til okkar í síðasta hluta þáttarins.

Tónlist:

The Edwin Hawkins Singers - Oh happy day.

Mannakorn - Brottför kl. 8.

Mannakorn - Ferjumaðurinn.

Friðrik Karlsson - Fullkomin kyrrð.

Frumflutt

5. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,