Morgunvaktin

Efnahagsmál, Berlínarspjall og sameining sveitarfélaga milli landshluta

Efnahagsmál og ríkisfjármál eru meðal stóru málanna sem formennirnir þrír; Kristrún, Inga og Þorgerður Katrín, hafa rætt í stjórnarmyndunarviðræðum síðustu tæpu viku. Það veltur margt á þeim. En hvernig stendur ríkissjóður, hvaða möguleikar eru til útgjalda og tekjuöflunar, og hverjar eru horfurnar í efnahagsmálunum? Við spurðum Katrínu Ólafsdóttur, dósent við Háskólann í Reykjavík.

Það eru tvær vikur til jóla og aðventan setur svip sinn á lífið í Þýskalandi vanda. Jólamarkaðir og tónleikar eru um alla Berlínarborg eins og Arthur Björgvin Bollason sagði okkur frá. Hann ræddi líka um stjórnmálin í Þýskalandi.

Þreifingar standa yfir um mögulega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Slíkar þreifingar eru algengar meðal sveitarfélaga en það vekur athygli sveitarfélögin sem hér um ræðir tilheyra sitthvorum landshlutanum þó þau liggi hlið við hlið. Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, var með okkur.

Tónlist:

Ragnheiður Gröndal - Stína og brúðan.

Stórsveit Reykjavíkur - Værð og angur.

Frumflutt

10. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,