Við fáum nýjan forseta 1. ágúst - Guðni Th. Jóhannesson gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Hann upplýsti um ákvörðun sína í nýársávarpinu í gær. Um þá ákvörðun fjölluðum við klukkan hálf níu - sem og áramótaávarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á gamlársdag. Eva Heiða Önnudóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskólans, var gestur okkar.
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, kom líka til okkar. Við spjölluðum um peninga í dag; meðal annars um þær breytingar sem gengu í gildi á skattkerfinu um áramót, þá fjármuni sem verkalýðshreyfingin vill að ríkið leggi af mörkum svo kjarasamningar takist í góðri sátt og plús og mínus tölur í Kauphöllinni.
Þá var Berlínarspjall á sínum stað og í dag fór Arthúr Björgvin Bollason yfir það sem hæst bar í þýsku þjóðlífi á nýliðnu ári og sagði frá væntingum Þjóðverja til nýja ársins.
Tónlist:
Ragnar Bjarnason, Sigrún Jónsdóttir - Ljúfa vina.
Svavar Knútur Kristinsson, Kristjana Stefánsdóttir - Hjá lygnri móðu.
Holly, Buddy - Heartbeat.
In a sentimental mood ? Duke Ellington & John Coltrane
Blue in Green - Miles Davies