Harðræði gegn börnum, áhrif afsláttardaga og stjórnmál í Evrópu
Og meðal þess sem við ætlum að gera í dag er að reyna að skilja íslenskt samfélag frá því eftir stríð og fram eftir síðustu öld; það samfélag sem lét lítil börn á vöggustofum afskipt og beitti ungmenni á vistheimilum ofbeldi. Við munum málin og skýrslurnar; fyrst Breiðavík á sínum tíma og nú síðast Vöggustofurnar í Reykjavík. Hvernig stendur á því að börn og unglingar, og fullorðið fólk sem glímdi við fötlun eða veikindi naut ekki alúðar og öryggis í skjóli hins opinbera? Við veltum því fyrir okkur með Ingólfi Gíslasyni, prófessor í félagsfræði.
Framundan eru stórir afsláttardagar - dagur einhleypra, svartur föstudagur og þar fram eftir götunum - og svo auðvitað jólin. En af hverju hafa auglýsingar og afslættir áhrif á okkur, hvað er þar að baki? Við ræddum þetta við Gró Einarsdóttur doktor í félagssálfræði.
Björn Malmquist spjallaði við okkur um stjórnmál í Evrópu, meðal annars um mögulega aðild Úkraínu að Evrópusambandinu en formlegar aðildarviðræður kunna að hefjast á snemma á nýja ári. Við ræddum líka þingkosningar í Hollandi sem verða eftir rúmar tvær vikur.
Tónlist:
Sinatra, Frank - That's life.
Ellington, Duke - Angelica.
KÁRI - Into The Blue.
Frumflutt
6. nóv. 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunvaktin
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.