Skólamál, alþjóðleg efnahagsmál og Sameinuðu arabísku furstadæmin
Við tókum upp þráðinn þar sem frá var horfið í síðustu viku; við héldum áfram umfjöllun um námsárangur unglinga. Ársæll Guðmundsson, sem nú er skólameistari Borgarholtsskóla, hefur unnið í skólum eða að skólamálum í tæp 40 ár. Hann spjallaði við okkur um málin vítt og breitt.
Við fjölluðum líka um alþjóðleg efnahagsmál og einkum þá staðreynd að kínverskur efnahagur er nú orðinn meiri að umsvifum en bandarískur. Ásgeir Brynjar Torfason, ritstjóri Vísbendingar, fór yfir þetta.
Svo fórum í ferðalag með Veru Illugadóttur. Að þessu sinni var förinni heitið til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Dúbæ er eitt þeirra og þar er Loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna við það að ljúka. Vera sagði okkur frá furstadæmunum sjö, sögu þeirra, samfélagi og menningu.
Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Tónlist:
Cole, Nat King - Embracable you.
Warnes, Jennifer, Cohen, Leonard - Take this waltz.
Al Mazyood Band - Hamam yeghani
Frumflutt
13. des. 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunvaktin
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.