Morgunvaktin

Íslenskt mál í erlendum tölvuforritum, Evrópuþingskosningarnar og lýðveldisstofnunarmynd Lofts

Í fyrsta viðtali dagsins var rætt um Almannróm sem er sjálfseignarstofnun sem hefur það hlutverk tryggja íslenska notuð í allri tækni. Lilja Dögg Jónsdóttir sagði frá starfinu en meðal þess sem þarf gera er sannfæra stjórnendur helstu tæknifyrirtækja heims um nauðsyn þess bjóða upp á íslensku í tölvuforritum sínum.

Úrslit Evrópuþingskosninganna voru ræddi í spjalli með Birni Malmquist, fréttamanni í Brussel, og Rósu Björk Brynjólfsdóttur varaþingmanni sem býr í París. Marcron Frakklandsforseti boðaði í gær til þingkosninga eftir skell sem flokkur hans fékk í kosningunum. Þýsku stjórnarflokkarnir töpuðu líka miklu fylgi.

morgni þjóðhátíðardagsins verður sýnd í Sjónvarpinu kvikmynd sem Loftur Guðmundsson tók í Reykjavík þegar lýðveldið var stofnað 1944. Loftur framkallaði filmur og eftirvann í Bandaríkjunum en í tvígang, haustið 1944 og snemma árs 1945, fóru afritanirnar í hafið með Dettifossi og Goðafossi. Gunnar Tómas Kristófersson, starfsmaður Kvikmyndasafns Íslands, sagði frá kvikmyndagerð Lofts og annarri kvikmyndun í tengslum við lýðveldisstofnuna.

Tónlist:

In the year 2525 - Zager and Evans,

Om Jag hade pengar - Börje Lampenius,

Síldarvalsinn - Sigurður Ólafsson,

Uppboð - Valgeir Guðjónsson,

Vormenn Íslands - Hljómskálakvintettinn.

Frumflutt

10. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,