Hjúkrunarheimili, hamingja og fjársjóður á hafsbotni
Fyrsti gestur þáttarins var Sigurður Ágúst Sigurðsson, nýkjörinn formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Einkum var rætt um vöntun á hjúkrunarheimilum en um 250 eru á biðlista. Félagið segir neyðarástand ríkja. Heilbrigðisráðherra hefur lofað uppbyggingu en ljóst er að hún tekur mörg ár.
Alþjóðlegi hamingjudagurinn er í dag. Af því tilefni kom Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsu hjá embætti landlæknis, í þáttinn og sagði frá nýjum mælingum á hamingju landsmanna. Fjölgað hefur í hópi hamingjusamra unglinga en minnst er hamingjan meðal fólks á aldrinum 18-24 ára.
Yfirvöld í Kólumbíu áforma að hífa af hafsbotni skip sem sökk í byrjun átjándu aldar. Lestir þess voru fullar af gulli, silfri og eðalsteinum. Deilt er um eignarhald á góssinu. Vera Illugadóttir sagði frá.
Suður um höfin - Diddi og Reynir,
Woman - John Lennon,
Højdesyge - Tina Dickow.
Frumflutt
20. mars 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunvaktin
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.