ok

Morgunvaktin

Forsetakosningar, bresk málefni og Norðurlandasamstarf

Forsetakosningar fara hér fram eftir rétt rúma tvo mánuði; fyrsti júní er kjördagur. Óvíst er enn hve margir verða í kjöri en tugir afla meðmæla. Enn er nokkuð í að framboðsfrestur renni út. Við reyndum að átta okkur á tímalínunni í þessu, skilyrðunum og lögunum sem gilda. Hjá okkur var Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar en það er tiltölulega ný nefnd eða stofnun sem hefur yfirumsjón með framkvæmd kosninga í landinu.

Björn Malmquist fréttamaður var líka með okkur; hann talaði ekki frá Brussel að þessu sinni heldur Lundúnum og með honum var Sigrún Davíðsdóttir, góðkunningi hlustenda Morgunvaktarinnar. Þau spjölluðu um stöðuna í breskri pólitík en búist er við að kosið verði til þings í Bretlandi á síðari hluta ársins, og líka um konungsfjölskylduna.

Samstarfið milli Norðurlanda er elsta svæðisbundna stjórnmálasamstarf í heimi, en það er líka mikið samstarf milli ríkjanna á sviði efnahagsmála og menningar. Stefnt er að því að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og best samþætta svæði heims á næstu árum. Hvað felst í því og hvernig ætli það gangi? Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins á Íslandi, kom til okkar.

Tónlist:

Mehldau, Brad, Otter, Anne Sofie von - Marcie.

Valgeir Guðjónsson - Ég held ég gangi heim.

Sunna Gunnlaugsdóttir - Becoming.

Malmsten, Ragni, Johansson's, Nacke ensemble, Andersson, Bo - Tillsammans = Together.

Frumflutt

25. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,