Grindavíkurfrumvarp, Berlínarspjall og rektor Háskólans á Hólum
Skiptar skoðanir eru um frumvarp ríkisstjórnarinnar um uppkaup á eignum Grindvíkinga, en frumvarpið er meðal þess sem við ræddum þegar Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, kom í þáttinn. Einnig var rætt um aðrar framkvæmdir á Reykjanesi, um kjarasamningsviðræður sem nú hefur verið slitið og um uppgjör stórra fyrirtækja, sem nú tínast inn eitt af öðru.
Olaf Scholz kanslari Þýskalands átti fund með Joe Biden Bandaríkjaforseta á dögunum, sem gæti hafa verið þeirra síðasti fundur. Arthúr Björgvin Bollason sagði okkur frá fundinum og ýmsu fleiru í Berlínarspjalli.
Háskólinn á Hólum og Háskóli Íslands verða brátt hluti af svokallaðri háskólasamstæðu. Hólmfríður Sveinsdóttir rektor Háskólans á Hólum kom til okkar í síðasta hluta þáttarins og rædd um þetta nýja fyrirkomulag í háskólastarfi hér á landi.
Umsjónarmenn eru Eyrún Magnúsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir.