Morgunvaktin

Stjórnarmyndun, Notre Dame og Mozart

Fjallað var um ríkisstjórnamyndun en síðustu daga hafa formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins setið að. Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við HA, fjallaði um stjórnarmyndanir út frá fræðunum; ýmislegt var lagt til grundvallar. Þá var stjórnarmyndunin 1980 rifjuð upp en þá myndaði Gunnar Thoroddsen, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, stjórn; Geir Hallgrímsson, formaður flokksins, var leiðtogi stjórnarandstöðunnar.

Endurbyggingu Notre Dame kirkjunnar í París er lokið eftir eldsvoðann 2019. Laufey Helgadóttir listfræðingur sem lengi hefur búið í París sagði frá kirkjunni og mikilvægi hennar.

Í spjalli um sígilda tónlist lék Magnús Lyngdal brot úr nokkrum verkum eftir Mozart. Karlakórinn Fóstbræður og Björgvin Halldórsson voru meðal flytjenda.

Tónlist:

Enginn veit - Sigrún Harðardóttir,

Ég bíð við bláan - Anna Vilhjálms og Hljómsv. Magnúsar Ingimarssonar.

Comment te dire adieu - Françoise Hardy.

Frumflutt

6. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,