Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, var fyrsti gestur Morgunvaktarinnar. Hann hefur ásamt kollegum sínum í Íslensku kosningarannsókninni rannsakað hvað einkenndi síðustu alþingiskosningar hér á landi. Við heyrðum meðal annars af flokkaflakki og því hvort málefni eða leiðtogar skipti kjósendur meira máli.
Björn Malmquist fréttamaður er staddur í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum þar sem hann fylgist með kosningabaráttunni. Hann sagði okku frá andrúmsloftinu og nýjustu tíðindum.
Í síðasta hluta þáttarins var fimmti þáttur Sóleyjar Kaldal um öryggi þjóðar á dagskránni. Sóley fjallaði í dag um það hversu lítið þarf í rauninni til að leysa vígbúnaðarkapphlaup úr læðingi.
Tónlist:
Frang, Vilde - Gypsy Caprice.
Ågren, Siv, Studio ensenble - Drömmar om frihet = Dreams of freedom.
Frumflutt
4. nóv. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunvaktin
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.