Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, spjallaði vítt og breitt um málefni Reykjavíkur. Fjárhagsáætlun næsta árs verður tekin til afgreiðslu á borgarstjórnarfundi á morgun. Sanna telur mikilvægt að auka tekjur borgarinnar, m.a. með útsvarsgreiðslum af fjármagnstekjum og leggur fram tillögu um áskorun þess efnis til Alþingis. Hún segir mikilvægt að gera betur í málefnum efnaminna fólks, ekki síst er varðar húsnæðismál.
Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, ræddi um stjórnmál í Evrópu. Kosið verður til Evrópuþingsins í sumarbyrjun, leiðtogafundur ESB fer fram í næstu viku og lítið þokast í stjórnarmyndunarmálum í Hollandi.
Háskólinn á Bifröst fagnaði 105 ára afmæli í gær en hann varð til á grunni Samvinnuskólans sem stofnaður var í Reykjavík 3. desember 1918. Enn er að einhverju leyti haldið í hugsjónir forvígismannsins Jónasar Jónssonar frá Hriflu, samvinna er t.d. eitt þriggja gilda skólans, hin eru frumkvæði og ábyrgð.
Tónlist:
Tom Dooley - Kingston tríóið,
Tangaz pa tro for - Nathalie Natiembe,
Gira, girou - Milton Nascimento,
Katergo - Kári Egilsson,
Pedido - The Quintet.
Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.