Morgunvaktin

Hagnaður banka, Berlínarspjall og listasafn ASÍ

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, rýndi meðal annars í nýleg árshlutauppgjör stóru bankanna þriggja, hagnaðurinn er myndarlegur í milljörðum talið - en er hann mikill þegar tekið er tillit til umfangs bankanna? Við veltum því fyrir okkur og töluðum auki um verðbólgu og fasteignalán.

Arthúr Björgvin Bollason sagði okkur frá listmálaranum Caspar David Friedrich sem var í hópi fremstu málara á sinni tíð og hafði áhrif á listamenn í öðrum listgreinum. Hann fjallaði líka um þýska ríkisútvarpið en aldarafmæli þess er fagnað um þessar mundir. Þá sagði hann frá tíðindum úr þýskri pólitík.

Meira var fjallað um menningu og listir í síðasta hluta þáttarins, þegar við forvitnuðumst um Listasafn ASÍ - það kom stuttlega við sögu hér í þættinum fyrir helgi. Safninu var komið á fót 1961 þegar Ragnar í Smára færði Alþýðusambandinu gjöf myndarlegt listaverkasafn sitt. Safnið átti Ásmundarsal við Freyjugötu í 20 ár en seldi fyrir nokkru og hefur síðan verið listasafn á hjólum, eins og það er orðað. Elísabet Gunnarsdóttir safnstjóri var gestur okkar.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Ben and The Boys, Best, Denzil, Page, Hot Lips, Drayton, Charlie, Webster, Ben, Hart, Clyde - Tea for two.

Sigur Rós - Gold (bonus track wav).

Sinfóníuhljómsveit Berlínarútvarpsins - Söngur Sólveigar.

Una Torfadóttir - Stundum.

Frumflutt

31. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,