Hitamet á heimsvísu, húðkrabbameinum fækkar og klassísk tónlist
Torfi Stefán Jónsson, fræðslufulltrúi í Þjóðgarðinum á Þingvöllum, var í símanum í upphafi þáttar og sagði frá nokkrum viðburðum þar á morgun.
Þó að við Íslendingar höfum ekki fundið fyrir því var sumarið á heimsvísu það heitasta nokkru sinni frá því að mælingar hófust. Líkur eru á því að árið í heild verði eins. Anna Hulda Ólafsdóttir, skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands, kom í þáttinn.
Fyrr í vikunni var birt ný rannsókn sem sýndi fram á það í fyrsta sinn í evrópsku ríki að tíðni húðkrabbameina fari lækkandi hjá fólki undir fimmtugu. Hingað til hefur verið stöðug aukning. Rannsóknin var gerð í Svíþjóð, og það var hin íslenska Hildur Helgadóttir yfirlæknir í krabbameinslækningum á Karolinska háskólasjúkrahúsinu sem fór fyrir henni. Við heyrðum í Hildi.
Magnús Lyngdal Magnússon var svo með okkur í síðasta hluta þáttarins. Í dag tók hann fyrir slóvesku söngkonuna Editu Gruberová, sem hafði einstakt vald á rödd sinni og söng opinberlega í yfir fimmtíu ár.
Tónlist:
Gould, Glenn - Songs without words [úrval] : 1. Op.19 no.1 in E major : Andante con moto.
Frumflutt
13. sept. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunvaktin
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.