Eins og nú horfir verður loðna ekki veidd á Íslandsmiðum í vetur. Loðnan er dyntóttur fiskur sem ekki er hægt að stóla á, en þegar nóg er af henni og veiðar ganga vel skilar hún tugum milljarða í þjóðarbúið.
Útgerðarmenn kenna hvalnum um loðnuleysið; segja hann éta hana í stórum stíl. Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, kom til okkar og spjallaði um loðnu og hval og sitthvað fleira.
Borgþór Arngrímsson fór yfir það sem er efst á baugi í Danmörku. Við heyrðum meðal annars af húsum, í tugþúsundavís, sem hætt er við að eyðileggist á næstu áratugum af völdum flóða og námskeiði sem heldri borgarar sitja; þeir læra að forðast fingralanga.
Við ræddum áfram um kosningaárið mikla 2024 þegar Valur Gunnarsson sagnfræðingur og rithöfundur kom til okkar. Er lýðræðið í hættu og hvernig hefur lýðræðið horfið áður fyrr? Þessum spurningum verður velt upp á fundi Sagnfræðingafélagsins í kvöld. Við spurðum Val líka um nýju bókina hans - Berlínarbjarmar.
Tónlist:
Lúdó og Stefán - Átján rauðar rósir.
Einar Júlíusson - Brúnaljósin brúnu.
Bowie, David - Young Americans.
Frumflutt
30. okt. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunvaktin
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.