ok

Morgunvaktin

Hátt íbúðaverð, lítil bílakaup, forsætisráðherra Spánar í klandri og Neyðarlínan 112

Háir vextir og verðbólga leiða gjarnan til þess að fólk heldur að sér höndum, kaupir minna af vörum og þjónustu og skuldsetur sig minna en í venjulegu árferði. Þetta hefur hins vegar ekki að öllu leyti gerst hér á landi. Dregið hefur hressilega úr bílakaupum undanfarið en hiti á fasteignamarkaði en enn mikill og kortin eru straujuð vel í útlöndum. Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur kom til okkar klukkan hálfátta og við ræddum í hvað fólk eyðir og hvar það sparar við sig.

Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sanchez, er einn þeirra evrópsku leiðtoga sem komu við sögu í spjalli okkar við Björn Malmquist fréttamann í Brussel, en Sanchez tilkynnir í dag hvort hann ætli að halda áfram í embætti forsætisráðherra eða stíga til hliðar í skugga ásakana á hendur eiginkonu hans um spillingu.

Í síðasta hluta þáttarins forvitnuðumst við um neyðarlínuna, einn einn tveir. Þar eru viðbragðsaðilar á vaktinni allan sólarhringinn allan ársins hring og fást við fjölbreytt verkefni. Hjördís Garðarsdóttir fræðslustýra 112 og neyðarvörður kom til okkar og sagði okkur frá starfi neyðarvarða og Neyðarlínunni.

Wake me shake me - May, Joe.

Móðir - Skúli Sverrisson.

Til Jaco - Hot Cargo.

Dream a little dream of me - Armstrong, Louis, Fitzgerald, Ella, Oliver, Sy and his Orchestra.

Ef þú kemur nær - Una Torfadóttir.

Frumflutt

29. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,