Morgunvaktin

Efnahagsmál, Berlínarspjall og samgöngubætur í Árneshreppi

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, spjallaði meðal annars um efnahagsleg áhrif jarðhræringanna á Reykjanesskaga - þau eru talsverð - og um Marel, líkt og síðustu vikur.

Við heyrðum líka af íbúum Árneshrepps sem eru orðnir langeygir eftir samgöngubótum. Vegir eru þar gamlir og lúnir og áformum um framkvæmdir sífellt frestað. Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti í Djúpavík ræddi um samgöngumálin.

Og svo var Arthúr Björgvin Bollason með okkur. Í Berlínarspjalli í dag ræddum við um hremmingar þýsku ríkisstjórnarinnar; tiltekin fjárútlát á þeim voru dæmd ólögleg í hæstarétti á dögunum. Fyrirhuguð brúargerð í Rínardalnum er líka á dagskrá og undurfagur þýskur kórsöngur.

Tónlist:

Jones, Norah - Wake me up.

Sigríður Thorlacius - Englar í heimsókn.

Machito and his Afro Cubans, Machito - Novio mio.

Frumflutt

28. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,