Morgunvaktin

Þarf að eyða þeirri óvissu sem hægt er fyrir Grindvíkinga

Við fylgjumst með gangi mála í og við Grindavík. Hugur okkar er auðvitað hjá fólkinu sem þurfti yfirgefa heimili sín í flýti á föstudagskvöldið og býr við þessa miklu óvissu sem ríkir. Þóra Sigfríður Einarsdóttir sálfræðingur fjallaði um óvissuna; - lífið í óvissu og óöryggi. Við getum ekki sett okkur í þessi spor en við getum reynt skilja og styðja.

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, ræddi um fjármál Reykjavíkurborgar, um deilurnar sem tengjast Marel og Eyri Invest og lög sem voru samþykkt á Alþingi í gærkvöldi og snúa fjármögnun varnargarða fyrir mikilvæga innviði á Reykjanesi.

Berlínarspjall með Arthúri Björgvini var á sínum stað. Arthúr Björgvin sagði okkur frá miklum áhuga þýskra fjölmiðla á náttúruhamförunum í Grindavík, frá nýrri íslenskri listasýningu í Berlín og svo ræddi hann 9. nóvember, sem er mikill örlagadagur í Þýskalandi.

Umsjón: Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson

Tónlist:

Clayton, Buck, Grey, Al, Simmons, John, Catlett, Sidney, Carter, Benny and his Chocolate Dandies, Webster, Ben, Carter, Benny - Sweet Georgia Brown.

Miles Davis Orchestra, Davis, Miles - My man's gone now.

Memfismafían, Sigurður Guðmundsson Tónlistarm. - Orðin mín.

Frumflutt

14. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,