ok

Morgunvaktin

Hægt er að draga úr líkum á að fá heilabilun

Í Heimsglugganum fjallaði Bogi Ágústsson einkum um ástand mála fyrir botni Miðjarðarhafs. Almennt er álitið að ástandið muni versna, með tilheyrandi frekari hörmungum, áður en það tekur að batna. Flokksþing Íhaldsflokksins breska var einnig rætt en aðalmálið þar er val að nýjum leiðtoga.

Guðlaugur Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Alzheimer-samtakanna, ræddi um heilabilun. Margir þjást af heilabilun og þeim mun fjölga á næstu árum en hægt er að gera ýmislegt til að draga úr líkunum á því.

Samfélagslöggæsla er stunduð í litlum mæli á Íslandi. Hún snýst um að færa lögregluna nær borgurunum, m.a. til að auka traust fólks á laganna vörðum. Elísabet Ósk Maríusdóttir lögregluþjónn sagði frá samfélagslöggæslu.

Tónlist:

Good morning starshine - Arthur Lyman,

Píanóverk eftir Tchaikovsky - Sergio Tiempo,

Alabama - Joshua Redman,

Time after time - Útlendingahersveitin.

Frumflutt

3. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,