Morgunvaktin

Siðferði, loftslagsaðgerðir og sjálfstæðisbarátta í Vestur-Papúa

Er rúm fyrir siðfræðileg sjónarmið þegar teknar eru ákvarðanir inni í kerfinu þar sem fólki er gert vinna eftir þröngum ramma laganna? Höfum við komið okkur upp svo stífu regluverki ekki er hægt nálgast mál út frá heilbrigðri skynsemi? Við veltum þessu fyrir okkur í tengslum við mál Yazans Tamimi en fjölluðum líka um þetta almennt með Jóni Ólafssyni heimspekingi og prófessor við Háskóla Íslands.

aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum var kynnt í sumar og í vikunni lauk fresti til gera athugasemdir við áformin í samráðsgátt. Meðal þeirra sem rýndu í áætlunina eru samtökin Aldin sem eru samtök eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá. Þau segja þörf á verulegum umbótum og raunverulegum aðgerðum ef Ísland ætlar standa við draga verulega úr losun. Stefán Jón Hafstein ræddi þessi mál við okkur.

Nýsjálenskur flugmaður var í síðustu viku látinn laus eftir nítján mánuði í haldi uppreisnarmanna í frumskógum Vestur-Papúa. Vestur-Papúa, vesturhluti eyjunnar Nýju Gíneu, tilheyrir Indónesíu en íbúar hennar hafa um áratugaskeið barist fyrir sjálfstæði, og barátta farið harðnandi á síðustu árum. Vera Illugadóttir sagði frá.

Tónlist:

Andrea Gylfadóttir - Gráttu mig ei Argentína.

Björgvin Halldórsson, Egill Ólafsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir - Hvert liggur leiðin nú.

Albrigtsen, Steinar - Till the morning comes.

Nanawe, Aye - Black Paradise.

Frumflutt

25. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,