Morgunvaktin

Langt í land til að ná þjóðarmarkmiði um fastan heimilislækni fyrir alla

Ríkisstjórnin ætlar sér vinna þjóðarmarkmiði um allir landsmenn skuli hafa fastan heimilislækni og draga markvisst úr skriffinsku í heilbrigðiskerfinu. Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður félags heimilislækna, kom á Morgunvaktina og ræddi þessi mál, meðal annars það hversu langt er í land til markmiðið um heimilislækni fyrir alla náist.

Björn Malmquist var með okkur í þættinum. Meðal efnis í dag var undirbúningur Evrópusambandsins fyrir valdatöku Donalds Trump síðar í dag, stjórnarmyndunarviðræður í Austurríki og við heyrðum frá íslenskri konu, Aðalbjörgu Birnu Guttormsdóttur, sem hóf nýlega störf hjá umhverfisráðuneyti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Mikill munur er á því milli landsvæða hversu hár orkukostnaður heimila er. skýrsla frá Byggðastofnun varpar ljósi á þróunina í bæði rafmagnsverði og húshitun síðustu árin, og Þorkell Stefánsson sérfræðingur hjá stofnuninni sagði frá.

Tónlist:

Heiða Árnadóttir og Gunnar Gunnarsson - Milli gærdags og á morgun.

Systur - Með Hækkandi Sól (Ísland).

Shuteen Erdenebaatar quartet - I'm Glad I Got to Know You.

Frumflutt

20. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,