Passíusálmar, páskahefðir og að njóta litlu hlutanna í lífinu
Páskahátíðin er fram undan og þátturinn tók að nokkru leyti mið af því. Það er orðin hefð hjá okkur að fjalla um passíusálma Hallgríms Péturssonar í aðdraganda páska og í hana höldum við í dag. Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur hefur umsjón með flutningi Passíusálmanna í Hallgrímskirkju í Reykjavík á föstudaginn, föstudaginn langa. Steinunn spjallaði um þetta höfuðverk skáldsins og píslargöngu krists.
Og svo voru það dönsku málefnin; Borgþór Arngrímsson sagði frá því sem er efst á baugi í Danmörku þessa dagana og rabbaði líka um danskar páskahefðir.
Við ræddum líka um hamingju og vellíðan - það er sígilt umhugsunarefni en okkur datt í hug að sniðugt væri að taka með okkur vangaveltur um þau mikilvægu mál inn í páskaleyfið. Við fjölluðum um listina að kunna að njóta þess smáa; að njóta “litlu hlutanna” eins og sagt er. Ingrid Kuhlman sálfræðingur hjálpaði okkur við þetta.
Tónlist:
Magnús og Jóhann, Magnús Þór Sigmundsson, Jóhann Helgason Tónlistarmaður - Seinna meir.
Jón Þorsteinsson, Hörður Áskelsson - Ó Jesú að mér snú. 309.
Jón Þorsteinsson, Hörður Áskelsson - Ver hjá mér herra dagur óðum dvín. 426.
Kitty Kallen - Little things mean a lot.
Ingibjörg Þorbergs - Man ég þinn koss.
Frumflutt
27. mars 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunvaktin
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.