Morgunvaktin

Verðum lengur að ná niður verðbólgu

Við fjölluðum um efnahag landsins; reyndum átta okkur á stöðunni með Katrínu Ólafsdóttur, dósent í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Enn er hér talsverð verðbólga og háir vextir, og snurða hlaupin á þráðinn í kjaraviðræðunum. Þá blasa við mikil útgjöld vegna Grindavíkur.

Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, færði okkur tíðindi úr stjórnmálunum í Evrópu. Pólland, Úkraína og Þýskaland komu meðal annars við sögu.

Og frá Brussel ferðuðumst við rúma 300 kílómetra í suðvestur; til Parísar. Hálft ár er í Ólympíuleikarnir hefjist þar í borg. Þar munu meira en tíu þúsund íþróttamenn reyna með sér í fjölda greina og von er á nokkrum milljónum gesta fylgjast með. Undirbúningur hefur staðið lengi enda ætla Frakkarnir sér gera þetta vel. Við forvitnuðumst um framkvæmdir og annað tengt leikunum; Kristín Jónsdóttir, kennari og leiðsögumaður í París - Parísardaman, eins og hún er stundum kölluð talaði við okkur.

Tónlist

Borgardætur, Andrea Gylfadóttir - Ég ann þér allt of heitt.

Webster, Ben, Mulligan, Gerry, Rowles, Jimmy, Lewis, Mel, Vinnegar, Leroy - In a mellotone.

Júníus Meyvant - Rise up.

Fugain, Michel - Une belle histoire.

Frumflutt

22. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,