Morgunvaktin

Eldheimar, evrópsk mál og skáldskapur á Sturlungaöld

Fjórtán einstaklingar hlutu á nýársdag riddarakross, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Meðal þeirra var Kristín Jóhannsdóttir, safnstjóri í Eldheimum í Vestmannaeyjum, sem hefur sinnt frumkvöðlastarfi í þágu menningar- og ferðamála þar í bæ. Við spjölluðum við Kristínu um fálkaorðuna, ferðaþjónustu og samgöngur í Eyjum.

Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, ræddi um Evrópumál eftir morgunfréttir klukkan átta. Við fórum yfir ýmsa atburði nýliðins árs í Evrópu og litum líka fram á veginn á það sem 2025 ber í skauti sér.

Í síðasta hluta þáttarins kom Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, í þáttinn. Á næstunni fer af stað námskeið í umsjón Guðrúnar hjá Endurmenntun um skáldskap og skáldskaparfræði á Sturlungaöld. Við ræddum um skáldskap stórkostlegra skálda og um nýju sýninguna í Eddu.

Tónlist:

Jóhanna Vigdís Arnardóttir - Ástarsæla.

Hljómar - Bláu augun þín.

Frumflutt

6. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,